Sumarið er okkar

Sumar í Gamla fjósið

Gamla fjósið er lítill og notalegur veitingastaður við þjóðveg 1. milli Seljalandsfoss og Skógafoss

sem er um 2 klst. akstur frá höfuðborgarsvæðinu.

Staðurinn bíður upp á fjölbreyttan matseðil þar á meðal kjöt úr sveitinni og hamborgara sem vart eiga sér hliðstæðu. 

Opnunartími er 11:30 til 21:00 alla daga frá 12. maí

 

Í sumar ætlar Gamla fjósið að bjóða upp á "Sumar í Gamla fjósin", fjölbreytta og skemmtilega afþreyingu og viðburði fyrir alla fjölskylduna. Leikir fyrir krakkana á laugardögum, uppákomur á fimmtudögum og annan hvern laugardag.

 

Einnig er í boði gisting fyrir einstaklinga og hópa.  Gamla fjósið hefur til umráða lítið gistiheimili,

og lítið fallegt 35 fm. sumarhús fyrir 6 fullorðna. 

Laugardags upplifun 

Annan hvern laugardag í maí og júní  mun Gamla fjósið bjóða upp á skemmtanir á laugardagskvöldum .

Laugardagsleikir 

Alla laugardaga er boðið upp á leiki fyrir börn 6 ára og eldri kl 16:00. Börn yngri en 6 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum

Fimmtudags fjör 

Alla fimmtudaga verður boðið upp á margskonar uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Leikir, tónleikar ofl.

Gisting fyrir einstaklinga og hópa

South Iceland guesthouse sem staðsett er við rætur Steinafjalls á móti Gamla Fjósinu.  

 Í gistiheimilinu eru 6 herbergi og rúm fyrir 15 manns. Það er því tilvalið fyrir hópa og fjölskyldur að koma og dvelja á einum fallegasta stað landsins þar sem stutt er í náttúruperlur suðurlands og hægt að finna fjölbreytta afþreyingu í nágrenninu. Einnig er hægt að hafa samband við okkur varðandi ættarmót og annað slíkt. 

Leirnakot

Er sumarbústaður í Leirnahverfi sem hægt er að leigja.

Um er að ræða lítið 6 manna hús út í miðri náttúrunni hér í sveitinni. 

 

Hafa samband

Hvassafell, Eyjafjöllum, 861 Hvolsvelli

hrundgf@gmail.com 

Tel: +354 487 7788

and +354 6974 4101

Takk fyrir!